Tannlæknastöðin

Fedasz Dental Clinic


Framúrskarandi þjónusta, hlýlegt umhverfi

Tannlæknastofan okkar hóf starfsemi sína árið 1995, og bauð heildar tannlæknaþjónustu með öllu inniföldu. Máttarstoð okkar er að ráðgjafaherbergin, tannsmíðin og gistingin eru staðsett innan byggingar tannlæknastofunnar – sem gerir meðferðina skilvirkari og þægilegri fyrir alla. Teymið okkar inniheldur hámenntaða, reynda og faglega liðsmenn sem veita bestu þjónustuna. Skurðstofan og tannsmíðin eru búin nýjustu tækni. Það er beint samband milli tannlækna og tækna sem tryggir hátt gæðastig tannlæknaþjónustunnar.

Þúsundir nýjir skjólstæðingar, alls staðar að úr heiminum, leita til okkar á hverju ári. Ánægjubros þeirra sannar gæði vinnu okkar.

Tannlæknastöðin er staðsett í úthverfi Búdapest, aðeins 30 mínútur frá miðbænum. Ef þú hefur lausan tíma milli tannlæknatíma, getum við bent þér á marga spennandi staði að heimsækja.