Fegrunartannlækningar

Fedasz Dental Clinic


Tannhirðumeðferð

Fjarlæging á tannstein, tannskán og mislitun með pússun eða með svokallaðri loft-bursta tækni með því að nota sérstakt efni á háum þrýstingi.

Útskipting amalgam fyllinga

Það er nauðsynlegt að skipta út amalgam fyllingum þegar fyllingin hættir að vernda tönnina fyrir frekari skemmdum.

Fylling

Fylling er meðferð til að gera við snemmbúna skemmd í krónunni eða rótinni. Eftir því sem tæknin hefur þróast, þá hafa fegrandi plastblendisfyllingar komið í stað hinna gömlu amalgam fyllinga.

Fegrandi plastblendisfylling

Fegrandi plastblendisfyllingar veita góðan útlitslegan árangur. Fegrandi fyllingarefni eru framleidd í öllum litbrigðum og tannlæknirinn getur ákvarðað hvaða litur passi best með hjálp litakvarða.

Rótarfyllingarmeðferð

Merki um að þessi meðferð sé nauðsynleg er nístandi og ákafur sársauki, og tennur viðkvæmar þegar tuggið er. Í þessum tilfellum verður að taka svokallaða innrimunns (innan-í-munninum) röntgenmynd af viðkomandi tönn sem veldur verknum.

Markmið þessarar meðferðar er að fjarlægja varlega dauðu eða bólgnu ræturnar. Eftir vandlega hreinsun og sótthreinsun rótarfyllingar/innar/anna, þá er síðasti þátturinn að setja hyljandi fyllinguna á tönnina.

Innfelling

Í tilfellum þegar skemmdin eða sprungan er svo umfangsmikil að plastblendisfylling dugar ekki til , þá er sérsniðin innfelling notuð í staðinn. Innfellingar er hægt að gera úr postulíni eða gulli.

Postulínskrónur og brýr

Algengustu óskir skjólstæðinga okkar eru krónur og brýr. Krónan er í grundvallaratriðum viðbót sem fest er við tönn sem bæði verndar hana og endurskapar útlit hennar.  Brúin hefur sama hlutverk þegar fleiri en eina tönn vantar.

Þessar viðbætur eru bræddar við grunn sem gerður er úr postulíni, málmi eða sirkon-oxíð. Postulínshula er síðan sett á grunninn sem samsvarar uppbyggingu tannarinnar.

Shade Star – tölvumæling á tannlit

Shade star tæknin gerir okur kleift að mæla litbrigðið á þínum tönnum til að láta litinn á krónunni passa nákvæmlega við þínar tennur til að forðast allan litamismun.

Tannskartgripir

Þegar tannskartgripir eru settir á þá notum við aðferð sem skemmir ekki glerunginn. Skartgripinn er hægt að fjarlægja hvenær sem er.